Brynhildur Yrsa Valkyrja
Valkyrja er meðferðaraðili með 20 ára reynslu í miðlun og heilun og hefur starfað við slíkt bæði á Íslandi og í Noregi.
Hún hefur sótt fjölda námskeiða meðal annars hjá Arthur Findlay College í Englandi, í Damanhur á Ítalíu, fékk þjálfun hjá norska miðlinum Anne-Kristine Augestad, var í Ljósheimaskólanum þar sem hún sótti einnig fjölda námskeiða og var í þróunarhóp hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands þar sem hún vann í að efla tenginguna og þjálfa miðilinn og heilarann í sér.
Hún hefur lokið fyrstu tveimur stigunum í Engla reiki og mun klára Engla reiki meistarann í haust en þá hefur hún einnig nám í Bowen sem hún ætlar að bjóða upp á í kjölfarið.
Valkyrja hefur unnið við kennslu ungra barna í næstum þrjá áratugi og hefur mikla og sterka tengingu við börn.
Hún á því auðvelt með að ná til barna, vinna traust þeirra og nær þannig að vinna vel með þeim þegar kemur að heilun.
Hún býður upp á miðlun, fyrri lífs miðlun og vinnu með fyrri líf, Engla reiki, heilun með blandaðri tækni og einnig tíma sem eru blanda af miðlun og heilun.
Valkyrja mun reglulega bjóða upp á helgarnámskeið í miðlun og andlegri vinnu og er hægt að senda henni skilaboð á valkyrjusal@gmail.com ef þú hefur áhuga á að komast á slíkt námskeið.
Einnig ætlar hún að fara að stað með hópastarf í haust þar sem stefnan er sett á að hittast eitt kvöld í viku og vinna með andlega þjálfun í alls kyns formi.
Áhugasamir geta einnig sent skilaboð í sama netfang til að kynna sér það betur.
Þjónusta Viðbót: