Saga fékk áhuga á fascia- og bandvefsvinnu þegar hún kynntist fasciatherapie MDB í Belgíu, Hún fann að þessi meðferð veitti líkamlega og andlega ró, en einnig nærði vissa næmni sem hún hefur alla tíð búið að. Hún stundaði nám í Fasciatherapie MDB við AEMF, Berlín undir leiðslu Sylvie Rosenberg og Karin Kleps veturinn 2019-2020.
Vegna mikils áhuga leitaði hún að samskonar námi hér á Íslandi og fann sig í Bowen námi undir leiðslu Jórunnar Símonardóttur, sem hún lauk núna mars 2025.
Hún vinnur aðallega með Bowen en nýtir bæði þekkingu sína í fasciatherapíu og næmni í því hvernig hún nálgast bowenvinnuna.
Hún hefur ríkan áhuga á að hjálpa fólki að ná betri líkamlegri líðan og tengslum við líkama sinn.