MEÐFERÐARAÐILI

Þjónusta

BOWEN

Bowen

60 min 14000 kr Bókaðu núna

HÖFUÐBEINA- OG SPJALDHRYGGSJÖFNUN

Cranio

60 min 16000 kr Bókaðu núna

Helga Björg Helgadóttir

Helga hefur starfað sem hjúkrunafræðingur í tæp 30 ár.

Kláraði Bowen námið hjá Europian College of Bowen Studies, 2008 og hefur reglulega bætt við sig framhaldsnámskeiðum, þau helstu hér:

# Fascia Bowen
# Vagus, endurstilling fyrir taugakerfið
# Skilningur á hormónum
# Sogæðakerfið
# Móðir og barn
# Íþróttameiðsl
# Axlir og mjaðmir

Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð/Cranio, hjá Thomas Attlee, 2002

Dáleiðslunám hjá Breytt hugsun, 2023

Hefur undanfarið ár verið að nema fræði Dolores Cannon, QHHT,
(Quantum Healing Hypnosis Technique) 

Hún hefur verið að opna fyrir, þróa og styrkja sínar andlegu tengingar, á sinni vegferð og hún hefur unnið mikla innri sjálfsvinnu með víðtækum, heildrænum leiðum og orkan sem hlýst með því mun nýtast hverjum skólstæðingi sem til hennar koma. Hún notar innsæið, næmi í höndum og andlegar tengingar til að finna út, hvað gagnast hverjum skjólstæðingi best. 


LÍKAMINN ER MUSTERI SÁLARINNAR
"Ég hef alla tíð, haft mikinn áhuga á öllu því sem bætir líkamlega og andlega heilsu og líðan manneskjunnar. Meðferðir sem miða að heildrænni nálgun, hafa alltaf heillað mest og skila bestum árangri. Einkennameðferð, eins og verkjalyf skila takmörkuðum árangri, þegar ekki er hugað að því hvað það er sem veldur, sem getur verið td. sambland af stöðugri streitu, rangri líkamsbeitingu, einhæfu mataræði, skortur á bætiefnum og skorti á vatnsdrykkju og/eða undirliggjandi óunnar tilfinningar sem einstaklingur er ekki meðvitaður um. 
Hvort sem vandamálið er stoðkerfisverkir, skert hreyfigeta, streita og/eða kvíði, er mikilvægt að horfa á manneskjuna í heild sinni. Bowen og cranio eru heildrænar meðferðir, eru mjög jafnvægisstillandi fyrir taugakerfið og hjálpa líkamanum að endurstilla sig. Þar með manneskjunni að komast nær sjálfri sér, með bættri tengingu milli líkama, hugar og anda.

Að komast nær sínu sanna sjálfi, kjarnanum í okkur sjálfum og uppgötva hversu megnug við erum, tel ég vera stóri tilgangurinn með okkar vegferð hér á þessari jörð og lykillinn að sannri lífshamingju. Það felur í sér að komast að og vinna með tilfinningarnar og áföllin, því tilfinningar og áföll, (úr þessu lífi eða öðrum), eru geymd í vefjum líkamans, hefta lífsorkuna okkar og koma í veg fyrir að við getum lifað okkar sanna lífi, með fullri lífsorku, kærleika, friðsæld og gleði í hjarta."
MEÐMÆLI:

''Það er alltaf jafn dásamlegt að koma til Helgu í Bowen. Ég kem alltaf endurnærð út úr tímum hjá henni. Hún hefur einstaklega hlýja, rólega og nærandi nærveru sem lætur manni líða strax vel. Hún leggur hjarta og sál í sitt starf - algjör perla!

Íris Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur

 

''When you know - you know. HB Heilsa (Helga Björg) one of the most experienced and beautiful souls I know. Book in with her at the new clinic. Absorb all the knowledge and care from a nurse and a therapist in one. Super skilled. ''

Paula Esson Pain and Movement Specialist 

 

Þjónusta Viðbót: