MEÐFERÐARAÐILI

Ragnhildur Sigurðardóttir

Ragnhildur Sigurðardóttir starfar sem meðhöndlari/ meðferðaraðili og kennari með
yfir 35 ára reynslu. Frá 18 ára aldri kenndi hún Jane Fonda leikfimi, sem varð kveikjan
að skemmtilegu ferðalagi , þróun og reynslu í mörg ár, sem hún miðlar áfram .
Ragnhildur vinnur með Nálastungur, heilsunudd, NLP, HAM, Jákvæða Sálfræði,
höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð, yoga nidra, yoga therapy, yoga facia og heilun.

Menntun
-Cand mac í íþróttafræðum og íþróttakennari.
-Yoga , Hatha Yoga Yoga Nidra, Yoga therapy, Yin yoga.
-Bandvefsteyjur (Faciuteyjur ) og unnið með orkubrautir í líkamanum.
-Heilsunuddari:
m.a. Bandvefslosun, djúpvefjanudd, þrýstipunktanudd, sogæðanudd, slökunarnudd og
íþróttanudd
-Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð.
-Heilun
-Nálastungur
-Jákvæð Sálfræði, diplómanám HÍ
-HAM hugræn atferlismeðferð, diplómanám HÍ
-NLP coach

 

Meðmæli

Ég fer reglulega í nudd og nálastungur til Ragnhildar og hef gert í
hálft ár. Strax eftir fyrsta tímann fann ég mikinn mun á mér. Orkuflæðið
varð betra og það var eins og allur líkaminn væri í betra jafnvægi. Að
fara reglulega til Ragnhildar er jafn sjálfsagt og að fara reglulega með
bílinn í smurningu - maður þarf einfaldlega á því að halda til að
fúnkera almennilega. Ég mæli heilshugar með Ragnhildi fyrir alla þá sem
vilja líða sem allra best.  Jóhanna S Hannesardóttir

Nálastungurnar þínar hafa hjálpað mér mjög mikið ásamt því að fá
hreinsað í kring um mig og orkujafnað. Maður fer einfaldlega betri á sál
og líkama út í daginn eftir tíma hjá þér.
Þú hefur svo mikið að gefa til manns og ert hafsjór af góðum ráðum. Það
er svo auðvitað undir manni sjálfum komið að nýta þau góðu ráð
Ljós er fyrsta orðið sem kemur í huga minn þegar ég hugsa til þín   
Sædís Iva Elíasdóttir

Ég var búin að vera að glíma við verki og eymsli undir vinstra
herðablaði  í rúmt ár.
Eftir þrjú skipti hjá Ragnhildi fann ég mikinn mun og hún heldur mér
alveg góðri en ég er hjá henni einu sinni í mánuði
Mæli hiklaust með því að þið prófið að fara til hennar og er viss um að
þið verðið ánægð   Hildisif Björgvinsdóttir
Ég hef í nokkur ár farið til Göggu og það hefur verið nærandi bæði
fyrir líkama og sál. Maður finnur fyrir mikilli og jákvæðri orku sem
streymir í gegnum hana og hún miðlar til manns bæði visku og kærleik.
Hún hefur kennt manni á sjálfan sig og með því hjálpað manni að takast á
við erfiðleika sem upp koma í lífinu. Tímar hjá henni hafa því sumir
verið mögnuð upplifun og lærdómur á samspil líkama og sálar og kennt
manni að nýta það á jákvæðan hátt.
Ingimundur sigurmundasson

"Game-changer" hjá Ragnhildi er kjörið fyrir þá sem vilja læra af einni
mögnuðustu manneskju sem ég hef kynnst. Ragnhildur hefur einstaka
reynslu og þekkingu sem hún getur miðlað frá sér á heilandi hátt þannig
að ósjálfrátt verður breyting innra með manni sem færir mann nær
kjarnanum í sér. Það er magnað að finna hvað orkan hið innra er öflug og
það að geta stýrt henni og aukið hana er eitthvað sem allir ættu að
kunna að gera fyrir sjálfa sig í dagsins önn. Guðrún Svala.

Hversvegna þú skráðir þig? Ég skráði mig á námskeiðið því að ég veit að
Gagga er frábær kennari og heilari og mig vantaði innri ró, sem ég lærði
að finna á námskeiðinu. Hvað kom þér á óvart? Það sem kom á óvart var
hversu fljótt maður lærir á eigin líkama, hugarástand og vellíðan. Maður
stjórnar þessu alveg sjálfur með jákvæðum hugsunum. Hvað fékkst þú út úr
námskeiðinu? Það sem ég fékk út úr námskeiðinu var aukið andlegt
jafnvægi og líkamlega vellíðan. Af hverju fólk ætti að skrá sig á
námskeiðið? Þið ættuð að skrá ykkur á þetta frábæra námskeið ef þið
hafið áhuga á að hjálpa ykkur sjálf að líða betur, andlega og líkamlega,
vera í nánari samskiptum við eigin hugsanir og stuðla að aukinni sjálfs
væntumþykju.  Íris

 

Þjónusta Viðbót: